Það voru Grindvíkingar sem hirtu öll stig í boði í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík þegar þeir sigruðu heimamenn með 98 stigum gegn 84. Leikurinn hófst með látum og léku liðin hraðan og skemmtilegan bolta. Páll Axel Vilbergsson hóf leik með því að skora grimmt og hætti hann ekki fyrr en klukkan gall til fyrri hálfleiks og hafði þá skorað fínt meðaltal manns eftir heilan leik, eða 28 stig. 50-53 var staðan í hálfleik og biðu áhorfendur spenntir að leikmenn gengu aftur inná völlinn til að klára þessa skemmtun.
Grindvíkingar hófu seinni hálfleik með nokkuð betri vörn en heimamenn. Það bara árangur og á tíma þá var sóknarleikur Njarðvíkinga half kjánalegur og endaði oftar sem ekki í lélegum skotum og ofaná það þá voru þau opnu skot sem þeir voru að fá ekki að detta niður fyrir þá. Grindvíkingar gengu á lagið og skoruðu 20 stig gegn aðeins 10 stigum heimamanna.
Í fjórða leikhluta fór að draga á þol heimamanna. Langar leiðir sást að þeir voru hreinlega orðnir þreyttir á meðan gestirnir virtust hafa nóg púst eftir. 10 stiga forskot var þegar 3 mínútur voru eftir og eðlilega hefði hvaða lið sem er getað gert sért gott úr því. En sem fyrr segir voru Njarðvíkingar ekki með orku í það program og því fór að gestirnir fóru með sigur af hólmi.
Páll Axel Vilbergsson var í sérflokki í kvöld. Með 41 stig og 14 fráköst og nokkuð ljóst að hann ætlar sér stóra hluti í vetur. Brenton Birmingham var einnig sínum gömlu félögum erfiður ljár í þúfu og setti niður 16 stig. Hjá Njarðvíkingum átt Friðrik Stefánsson og Logi Gunnarsson ágætis leik með 20 stig hvor og þá var Hjörtur Hrafn Einarsson einnig sjóð heitur til að byrja með en náði svo ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. Einnig ber að nefna fína innkomu Sigurðar Gunnarssonar af bekknum hjá Njarðvíkingum í fyrri hálfleik.
Myndir/Texti: SBS