Grindvíkinga tryggðu sér Ljósanætur titilinn þetta árið með sigri á liði Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur kvöldsins hafa ekki verið staðfestar en sigurinn var naumur eftir að Njarðvíkingar höfðu verið yfir mest allan leikinn. Nokkrir leikmenn í báðum liðum voru að þreyta frumraun sína með sínum nýju liðum í þessu móti. Magnús Þór Gunnarsson var komin í gult á meðan Mirko Stefán Vjurevic var í grænu. Leikurinn var í heild sinni eins og búast mátti við, menn “ryðgaðir” í aðgerðum sínum að einhverju leyti en hinsvegar mátti sjá nokkuð góða spretti miðað við árstíma.
Keflavíkurstúlkur sigruðu svo Grindavík í úrslitaleik mótsins kvennamegin.