21:17
{mosimage}
Grindvíkingar komu sér í bílstjórasætið í úrslitaseríunni með sigri í DHL höllinni í kvöld á KR 94-107. Þeir geta nú tryggt sér titilinn á heimavelli á laugardag. Nick Bradford var í svakalegum ham og skoraði 47 stig fyrir Grindavík. Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur KR inga með 26 stig.