spot_img
HomeFréttirGrindavík hefur betur í innbyrðisviðureignum

Grindavík hefur betur í innbyrðisviðureignum

8:00

{mosimage}

Viðureign KR og Grindavíkur í kvöld er 66. viðureign liðanna í úrvalsdeild og úrslitakeppni. Fyrst mættust liðin í Grindavík 18. október 1987 en þá voru Grindvíkingar nýliðar í úrvalsdeild. KR fór með sigurinn heim 70-77. Síðan þá hefur KR unnið 29 leiki en Grindavík unnið 35.

Stærsti sigurinn var í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn árið 2000 þegar KR vann með 28 stigum, 83-55 í DHL höllinni í öðrum leik liðanna í þeirri úrslitaseríu.

Leikurinn í kvöld er fjórtándi leikur liðanna í úrslitakeppni og hefur KR unnið sjö en Grindavík sex.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -