spot_img
HomeBikarkeppniGrindavík bikarmeistarar í 10. flokk stúlkna

Grindavík bikarmeistarar í 10. flokk stúlkna

Í kvöld tókust á nágrannarnir í Grindavík og Njarðvík um bikarmeistaratitilinn í 10. flokki stúlkna. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur en Njarðvíkurstúlkur komu sterkar inn í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 14 – 13 Grindavík í vil.

Mikið jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. Grindavíkurstúlkur leiddu bróðurpart leikhlutans en Njarðvíkurstúlkur voru aldrei langt undan. Staðan í hálfleik 30 – 25.

Liðin börðust eins og ljón og það voru mikil læti í áhorfendum. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum náðu Njarðvíkingar að jafna. Grindvíkingar náðu að komast aftur yfir. Júlía Ruth Thasaphong fór út af með 5 villur og leikurinn var í járnum út leikhlutann. Staðan fyrir fjórða leikhluta 36 – 34 Grindavík í vil.

Það var lítið skorað en mikil læti fyrstu mínútur fjórða leikhluta. Þegar tæpar 3 mínútur voru aðeins 5 stig sem skyldu liðin. Grindavíkurstúlkur voru mjög sannfærandi á lokamínútum leiksins og unnu að lokum sanngjarnan sigur 50 – 42.

Byrjunarlið:

Grindavík: Viktoría Rós Horne, Elísabeth Ýr Ægisdóttir, Hulda Björg Ólafsdóttir, Júlía Ruth Thasaphong og Ása Björg Einarsdóttir.

Njarðvík: Vilborg Jónsdóttir, Joules Sölva Jordan, Helena Rafnsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir og Sigurveig Sara Guðmundsdóttir.

Þáttaskil:

Grindavíkurstúlkur spiluðu vel úr þeirri forystu sem þær skópu sér í fjórða leikhluta og stóðust pressuna og sigruðu.

Tölfræðin lýgur ekki:

Grindvíkingar voru að frákasta aðeins betur og hittu betur fyrir utan þriggjastiga línuna.

Hetjan:

Grindavík: Viktoría Rós Horne, Hulda Björg Ólafsdóttir og Júlía Ruth Thasaphong áttu góðan leik og Elisabeth Ýr Ægisdóttir var einnig  mjög góð.

Njarðvík: Vilborg Jónsdóttir og Lára Ösp Ásgeirsdóttir áttu mjög góðan leik og Joules Sölva Jordan stóð sig einnig vel.

Kjarninn:

Það er björt framtíðin í kvennaboltanum. Þessar stúlkur, sem margar hverjar eru komnar með hlutverk í meistaraflokk, stóðu sig með prýði og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Tölfræði

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -