spot_img
HomeFréttirGrænn sigur á Ásvöllum

Grænn sigur á Ásvöllum

Í dag mættust Haukar og Njarðvík að Ásvöllum í Iceland Express-deild kvenna. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið tvo leiki og tapað 1einum og var því von á spennandi leik. Önnur varð þó raunin og Njarðvík vann örugglega 60-85.
Haukastelpur byrjuðu á að skora fyrstu stig leiksins en Njarðvík skoraði síðan næstu níu stigin. Njarðvíkurstúlkur héldu forystunni allan leikhlutann og staðan að honum loknum var 17-22.
 
Annar leihluti var mjög jafn og skiptust liðin á að skora. Haukar sigruðu hann þó með tveimur stigum og var staðan í hálfleik því 35-38.
 
Haukar byrjuðu líkt og í fyrri hálfleik á því að skora fyrstu stigin. Njarðvík tók síðan öll völd á vellinum og skoruðu 16 stig á móti tveimur frá Haukum. Þær héldu áfram að bæta í forystuna og sigruðu lokaleikhlutann 8-19 og endaði leikurinn með 25 stiga sigri Njarðvíkurstúlkna.
 
Stigahæstar hjá Haukum voru Íris Sverrisdóttir með 22 stig og Gunnhildur Gunnarsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir með 7 stig hvor.
 
Hjá Njarðvík var Dita Liepkalne með 23 stig, Shayla Fields 22 stig, Ólöf Helga Pálsdóttir 13 stig og Ína María Einarsdóttir 10 stig.
 
Tölfræði leiksins
 
Myndasafn úr leiknum

[email protected]

Ljósmynd/[email protected]Ólöf Helga átti góðan leik í dag hvort sem það var í sókn eða vörn. Hér pressar hún Telmu Fjalarsdóttur leikmann Hauka.

Fréttir
- Auglýsing -