Í dag mættust Haukar og Njarðvík að Ásvöllum í Iceland Express-deild kvenna. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið tvo leiki og tapað 1einum og var því von á spennandi leik. Önnur varð þó raunin og Njarðvík vann örugglega 60-85.
Haukastelpur byrjuðu á að skora fyrstu stig leiksins en Njarðvík skoraði síðan næstu níu stigin. Njarðvíkurstúlkur héldu forystunni allan leikhlutann og staðan að honum loknum var 17-22.
Annar leihluti var mjög jafn og skiptust liðin á að skora. Haukar sigruðu hann þó með tveimur stigum og var staðan í hálfleik því 35-38.
Haukar byrjuðu líkt og í fyrri hálfleik á því að skora fyrstu stigin. Njarðvík tók síðan öll völd á vellinum og skoruðu 16 stig á móti tveimur frá Haukum. Þær héldu áfram að bæta í forystuna og sigruðu lokaleikhlutann 8-19 og endaði leikurinn með 25 stiga sigri Njarðvíkurstúlkna.
Stigahæstar hjá Haukum voru Íris Sverrisdóttir með 22 stig og Gunnhildur Gunnarsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir með 7 stig hvor.
Hjá Njarðvík var Dita Liepkalne með 23 stig, Shayla Fields 22 stig, Ólöf Helga Pálsdóttir 13 stig og Ína María Einarsdóttir 10 stig.
Tölfræði leiksins
Myndasafn úr leiknum
Ljósmynd/[email protected] – Ólöf Helga átti góðan leik í dag hvort sem það var í sókn eða vörn. Hér pressar hún Telmu Fjalarsdóttur leikmann Hauka.