Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagan á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu. Í dag sigruðu þær Noreg, 50-41, í lokaleik sínum á mótinu. Ísland endar því í 19. sæti mótsins.
Leikurinn var spennandi í byrjun. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland með 13 stigum gegn 10. Undir lok hálfleiksins er leikurinn svo áfram jafn, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Ísland með tveggja stiga forystu, 28-26.
Þetta heldur svo áfram svona í þriðja leikhlutanum. Þegar að þrír leikhlutar voru búnir munaði aðeins stigi á liðunum, 39-38. Ísland mætti svo mun betur til leiks í þann fjórða, en í hlutanum náðu þær að halda þeim norsku í aðeins 3 stigum. Fer svo að lokum að Ísland vann leikinn með 9 stigum, 50-41.
Atkvæðamest í íslenska liðinu í dag var Ásta Grímsdóttir með 15 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar.
Mynd / FIBA
Ólöf og Jóhanna eftir leik:
Hérna er leikur dagsins: