spot_img
HomeFréttirGinobili afskrifaður

Ginobili afskrifaður

{mosimage}
12:32:16
Bakvörðurinn Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs hefur verið settur á meiðslalistann um óákveðinn tíma og verður ekki meira með liði sínu á þessu tímabili. Hann missir því af síðustu leikjum deildarkeppninnar og úrslitakeppninni eins og hún leggur sig.

 

Ginobili hefur glímt við erfið ökklameiðsli í framhaldi af aðgerð síðasta sumar og hefur misst af obbanum af tímabilinu hingað til.

 

Fjarvera hans setur hins vegar stórt strik í reikninginn fyrir Spurs sem geta trauðla án hans verið.

 

Þeir Tim Duncan, sem sjálfur hefur verið að glíma við meiðsli, og Tony Parker verða þá að taka á sig enn frekari ábyrgð auk þess sem „minni spámenn“ verða að standa sig.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -