spot_img
HomeFréttirGengi Íslendinga úr erlendri upp og ofan um helgina

Gengi Íslendinga úr erlendri upp og ofan um helgina

21:41

{mosimage}

Jakob og félagar töpuðu 

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma (4-3) náðu ekki að fylgja eftir glæsilegum leik á fimmtudag í Aþenu þegar þeir tóku á móti Solsonica Rieti í dag í ítölsku A1 deildinni. Gestirnir sigruðu 86-76 og unnu þar me sinn fyrsta sigur á útivelli í vetur. Jón Arnór lék í 25 mínútur og skoraði 11 stig og tók 5 fráköst.

 

Univer tapaði í ungversku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Soproni Ördögök á heimavelli 79-87. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 11 stig á 33 mínútum auk þess að stela 4 boltum.

Logi Gunnarsson lék í 4 mínútur með Gijon (6-0) um helgina þegar liðið heimsótti Caja Rioja og sigraði 96-91. Gijon hefur þar með unnið sex fyrstu leiki sína í LEB Platinum deildinni á Spáni. Þetta var fyrsti leikur Loga eftir meiðsli en hann tók 3 fráköst í leiknum.

Randers Cimbria (1-5) sótti Horsens IC heim í dönsku úrvalsdeildinni í dag og tapaði 77-83. Helgi Freyr Margeirsson skoraði 2 stig í leiknum.

Halldór Karlsson og félagar í Horsens BC (4-0) halda sínu striki í dönsku 3. deildinni og hafa ekki enn tapað leik. Um helgina var það DSIO sem varð fyrir barðinu á þeim í Horsens og fóru leikar 79-56 og skoraði Halldór 20 stig.

Huelva (3-3) sigraði Leche Rio Breogan 74-73 í spænsku LEB Gull deildinni um helgina. Damon Johnson skoraði 6 stig en Pavel Ermolinskij er enn meiddur. Hann er þó byrjaður að hreyfa sig aftur eftir sjúkrahúsleguna og mun hefja æfingar með liðinu á morgun.

Í ítölsku A2 deildinni sigraði Coopsette Rimini (2-2), Vanoli Soresina örugglega 92-67. Darrel Lewis var stigahæstur Riminimanna með 19 stig.

Herlev (4-2) sem Einir Guðlaugsson spilar með í dönsku 1. deildinni steinlá á útivelli fyrir Høbas 101-72 en lið Høbas er skipað hóp af gömlum dönskum landsliðsmönnum. Høbas sigraði einmitt Njarðvík í haust í æfingamóti í Herlev. Einir lék ekki með um helgina vegna meiðsla.

Grétar Guðmundsson og félagar í Brønshøj (2-4) sóttu Holbæk heim í dönsku 2. deildinni og töpuðu 69-82. Grétar skoraði 14 stig og tók 8 fráköst.

Í sömu deild heimsóttu Kevin Grandberg og lærisveinar í Glostrup (3-3) lið Solrød og töpuðu þriðja leiknum í röð, nú 71-83.

Þá hóf Harlev (0-1) sem Gunnur Bjarnadóttir og Guðbjörg Stefánsdóttir leika með keppni í dönsku 2. deildinni í gær þegar liðið heimsótti Lundegaard og tapaði 88-60

Kristín Rós Kjartansdóttir og stöllur í AUS (0-4) töpuðu á útivelli gegn Skovbakken 60-69 í dönsku 1. deildinni. Rós skoraði 1 stig í leiknum.

[email protected]

Mynd: www.univer-sport.hu

 

 

Fréttir
- Auglýsing -