spot_img
HomeFréttirGarnett gæti misst af úrslitakeppninni

Garnett gæti misst af úrslitakeppninni

 19:06:35
Framherjinn Kevin Garnett, andlegur leiðtogi meistara Boston Celtics, gæti misst af úrslitakeppninni ein og hún leggur sig, vegna hnémeiðsla, en hann hefur verið meira og minna frá keppni síðustu tvo mánuði.

 

Boston voru að vonast til að hann næði nokkrum leikjum fyrir úrslitin, en í dag var ljóst að hann verður ekki með í fyrsta leiknum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og Doc Rivers, þjálfari Boston segist ekki geta gert ráð fyrir honum í baráttunni um að verja titilinn.

 

 

Rivers bætti því við að hann hafi þurft að taka Garnett út eftir 20 mínútur á æfingu í dag og sagðist viss um að hafa tekið rétta ákvörðun því að Garnett streyttist ekki á móti.

 

„Hann hefir gert allt sem hægt er til að komast í leikform, en maður sá að hann var að reyna að fela sársaukann.“

 

Þessar fréttir setja meistaravonir Baoston auðvitað í mikið uppnám því að Garnett er jafnan maðurinn sem blæs krafti í sína menn og fyrir utan að vera góður sóknarmaður er hann einnig með sterkustu varnarmönnum og frákösturum deildarinnar.

 

Celtics segja þó að þeir séu afar bjartsýnir yfir að hann muni ná sér til lengri tíma litið. „Við erum vissir um að það verði allt í fína lagi með hann, 100 prósent, til lengri tíma litið,“ sagði eigandinn Wyc Grousebeck. „En nánasta framtíð er mun óljósari eins og er.“

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -