Ungu leikmennirnir Elías Orri Gíslason, Guðmundur Darri Sigurðsson, Magnús Bjarki Guðmundsson, Sigurður Dagur Sturluson, Sæmundur Valdimarsson og Tómas Þórður Hilmarsson hafa allir samið um áframhaldandi veru í Garðabænum og munu vera hluti af Stjörnunni á komandi tímabili. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Stjörnunni.
Í tilkynningu Stjörnunnar segir einnig:
Sigurður Dagur Sturluson er tvítugur bakvörður sem hefur vaxið sem leikmaður síðasta árið. Hann var í hlutverki á nýliðinni leiktíð, en þá kom hann við sögu í öllum leikjum Stjörnunnar og spilaði rúmar 11 mínútur í leik.
Sæmundur Valdimarsson er 21 árs gamall framherji sem lék rúmar 13 mínútur í leik í vetur, en var óheppinn með meiðsli framan af tímabili, sem höfðu áhrif á hann langt inn í tímabilið.
Tómas Þórður Hilmarsson er 19 ára gamall kraftframherji lék talsvert í leikjum framan af tímabili áður en Jón Sverrisson kom inn í liðið. Tómas lék tæpar 10 mínútur í leik og öðlaðist mikla reynslu á tímabilinu.
Guðmundur Darri, Magnús Bjarki og Elías Orri hafa litla reynslu með meistaraflokki, en munu leitast við að setja pressu á eldri og reynari leikmenn á komandi tímabili.