spot_img
HomeFréttirGæðalítið en gaman þó

Gæðalítið en gaman þó

Það er alltaf gaman þegar boltinn byrjar að rúlla. Það er bara þessi fiðringur og fílingur sem um mann fer við að fara að byrja á þessu þó gæðin séu ekki uppá sitt besta svona í upphafi en horft er framhjá slíku nú.
 
 
Snæfell hafði sigur á ÍR 76-66 í Lengjubikarkeppni karla í Stykkishólmi í gærkvöldi. Leikurinn var ekkert gæðaleikur en skemmtun þó. William Nelson var ekki kominn með leyfi hjá Snæfelli en það hafði ekki borist frá USA í tíma og því sat hann hjá.
 
Það er lítið eða ekkert sem bætir upp fyrir slaka vörn eins og Snæfellsmenn sýndu í upphafi leiks en þegar Sigurður Þorvaldsson var búinn að setja þrjá þrista og staðan 16-15 fyrir Snæfell þá var allt í lagi að gefa þessu séns og sjá til. Staðan eftir fyrsta hluta var 19-18 og liðin að þreifa á hvoru öðru og velta þessu fyrir sér.
 
Það var auðvitað Sigurður sem opnaði annan hluta með þremur stigum og Pálmi Freyr fylgdi á eftir með einni slíkri og staðan strax 25-18. Snæfell hafði bætt varnaleikinn til muna og voru fljótt komnirí í tíu stiga mun en hálfleikstölur voru 34-24.
 
Það skal ekki tekið af ÍR mönnum að það var hart barist í leiknum og reyndu þeir mikið að koma til baka en vantaði oft þetta litla uppá og líta þokkalega út fyrir veturinn. Þeir önduðu vel í hálsmál Snæfells og voru oft erfiðir varnalega og náðu að trufla með fínni pressu.
 
Stefán Karel fór á meira flug í seinni hálfleik og menn voru að finna hann betur undir hjá Snæfelli og heilt yfir vour margir að leggja hönd á plóg í báðum liðum. Snæfellingar héldu tíu stiga forystunni heilt yfir ágætlega og höfðu kraft í að bæta við þegar ÍR sýndu klærnar og söxuðu á.
 
Sigurinn endaði hjá heimamönnum í Snæfellli eins og áður sagði 76-66 í gæðalitlum en samt þokkalega fínum leik þar sem fínpússning og nokkrar „burpees“ eiga við bæði lið fyrir deildarkeppnina og þá erum við að dansa.
 
Stigahæstu menn Snæfells voru, Sigurður Þorvaldsson 23/9 frák. Stefán Karel 19/14 frák. Austin Magnús 12/7 frák/5stoð. Sveinn Arnar 8 stig . Snjólfur Björnsson 6 stig.
Í liði ÍR voru atkvæðamestir, Matthías Orri 12/7 frák. Ragnar Bragason 12/6 frák. Björgvin Hafþór 12/5 frák. Sveinbjörn Claessen 10 stig.
 
 
 
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín
Myndir/ Sumarliði Ásgeirsson
Fréttir
- Auglýsing -