spot_img
HomeFréttirFyrstu stig Axels í hús: Aabyhoj steinlá gegn toppliðinu

Fyrstu stig Axels í hús: Aabyhoj steinlá gegn toppliðinu

 
Tveir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær þar sem Axel Kárason og félagar í Værlöse lönduðu sínum fyrstu stigum en Magnús Þór Gunnarsson og Aabyhoj fengu skell á útivelli gegn toppliði Svendborg Rabbits.
Svendborg skellti Aabyhoj 92-62 þar sem Magnús gerði 4 stig á tæpum 23 mínútum í leiknum. Magnús brenndi af öllum 5 þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum, en setti niður 2 teigskot. Þá var Magnús með 3 stolna bolta, 1 frákast og 1 stoðsendingu. Daninn Adama Darboe fyrrum leikmaður Grindavíkur leikur með Svendborg Rabbits og gerði hann 5 stig og gaf 5 stoðsendingar fyrir sína menn.
 
Axel og félagar í Værlöse mættu Aalborg Vikings á útivelli þar sem lokatölur reyndust 66-70 Værlöse í vil sem í kjölfarið nældu í sín fyrstu stig í deildinni. Axel skoraði 8 stig í leiknum og tók 5 fráköst á tæpum 25 mínútum.
Ljósmynd/ Axel er hér nr. 4 til varnar í leik fyrr á tímabilinu.
 
Fréttir
- Auglýsing -