spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur Snæfellinga (Umfjöllun)

Fyrsti sigur Snæfellinga (Umfjöllun)

22:39

{mosimage}

Justin Shouse var stigahæstur heimamanna 

Snæfell vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni í kvöld þegar liðið lagði nýliða Stjörnunnar á heimavelli 101-86. Við þetta eru Stjörnumenn komnir í neðsta sæti deildarinnar, hafa unnið einn leik.

 

Leikur liðanna var jafn til að byrja með og eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með 1 stig, 25-24. Gestirnir úr Garðabæ byrjðu betur í öðrum leikhluta og náðu 10 stiga forystu en Snæfell tókst að minnka muninn fyrir leikhlé og staðan í hálfleik 45-46.

Í seinni hálfleik komust heimamenn fljótlega yfir og juku bilið hægt og bítandi og unnu að lokum eins og fyrr segir 101-86.

Justin Shouse var stigahæstur heimamanna með 25 stig auk þess sem hann gaf 9 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson var með 22 stig og Hlynur Bæringsson 20.

Hjá Stjörnunni var Mohammed Taci stigahæstur með 30 stig og Dimitar Karadzovski skoraði 19.

Frétt þessi er unnin upp úr textalýsingu á www.stykkisholmsposturinn.is þar sem karfan.is hefur ekki fundið fréttaritara í Stykkishólmi.

Tölfræði leiksins.

[email protected]

Mynd: Stefán Borgþórsson – [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -