spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur Fjölnis að veruleika

Fyrsti sigur Fjölnis að veruleika

 
Leikur Fjölnis og Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna í gær var í járnum allan tímann, liðin skiptust á að skora og munaði bara 0-5 stigum allan leikinn, Fjölnisstúlkur voru þó sterkari í fyrrihálfleik en þegar í þriðja leikhluta var komið fóru Grindavíkur stúlkur að láta til sín taka og jöfnuðu muninn. Örvar og Bjarni stýrðu liði Fjölnis í dag og náðu fram baráttusigri og þar með er Fjölnir komin með sín fyrstu tvö stig í deildinni. 
Lokasekúndur í leiknum voru rosalegar, Grindavík jafnar leikinn þegar 30 sek. eru eftir þegar Helga Hallgríms setur niður víti og staðan 57 – 57, Fjölnir tekur boltann og keyra til baka, Tasha lætur klukkuna líða og þegar 10 sek eftir keyrir hún á körfuna og gefur boltann út í horn á Grétu Maríu sem skellir sér í þriggjastiga skot og boltinn fór beint ofaní og þá voru 7 sek eftir og náðu Grindavíkurstúlkur ekki að vinna upp þann mun á þeim tíma. Lokatölur 60-57 Fjölni í vil.
 
Þetta var nokkurnveginn kveðjuleikur hjá Grétu Maríu þar sem hún mun ekki spila í næstu leikjum, hún á von á sínu öðru barni og óskum við henni innilega til hamingju með það.
 
Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur:
„ Spiluðum á fullum krafti seinustu 4 mín en hinar 36 vorum við á lélegum hraða og fengum það einfaldlega í bakið á okkur,” sagði Jóhann í samtali við Karfan.is eftir leik.
 
Heildarskor leiksins:
 
Fjölnir: Natasha Harris 21/7 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Gréta María Grétarsdóttir 13, Birna Eiríksdóttir 7/5 stolnir, Erla Sif Kristinsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Inga Buzoka 5/17 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/4 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0, Sigrún Gabríela Jóhannsdóttir 0, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 0.
 
Grindavík: Crystal Ann Boyd 24/9 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 10/12 fráköst, Harpa Hallgrímsdóttir 8/9 fráköst, Agnija Reke 6/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3, Berglind Anna Magnúsdóttir 3/7 fráköst, Alexandra Marý Hauksdóttir 2, Eyrún Ösp Ottósdóttir 1, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Rakel Eva Eiríksdóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0, Jenný Ósk Óskarsdóttir 0.
 
Dómarar: Erlingur Snær Erlingsson, Ísak Ernir Kristinsson
 
Ljósmynd/ Úr safni: Fyrsti sigur Fjölnis á tímabilinu er kominn í hús þar sem Harris leiddi Fjölni áfram.
 
Umfjöllun: Karl West Karlsson
Fréttir
- Auglýsing -