15:02
{mosimage}
KR vann Hamar í gærkvöldi 84-60 í Iceland Express-deild kvenna. Er þetta fyrsti sigur KR í vetur en nýliðarnir hafa byrjað deildarkeppnina með ágætum. Monique Martin lék sinn fyrsta og átti stórleik en hún skoraði 37 stig og tók 18 fráköst. Næst henni var Sigrún Ámundadóttir með 11 stig og 15 fráköst. Hjá Hamar var Lakiste Barkus var stigahæst hjá Hamri með 22 stig og 11 fráköst.
Leikurinn var jafn til að byrja með en þegar leið á hann þá stungu KR-ingar af og fyrsti sigur þeirra í vetur komin í hús.
Næsti leikur KR er gegn Fjölni næstkomandi miðvikudag í Grafarvoginum og Hamarstelpur mæta einnig Fjölni í sínum næsta leik laugardaginn 3. nóvember.
Myndir: Gísli Ólafsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}