08:59
{mosimage}
(Boseman, USC, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir)
Leiktíðina 1999-2000 hafði karlalið Hauka á að skipa leikmanni að nafni Stais Boseman. Kappinn lék 11 deildarleiki með Haukum og var með 18,4 stig að meðaltali í leik. Nú hefur Boseman skotið upp kollinum að nýju en í fréttum Vestanhafs er greint frá því að Boseman hafi verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald.
Samkvæmt íþróttafréttavefnum www.espn.com átti Boseman að hafa tekið þátt í bílráni og var fyrir vikið færður í gæsluvarðhald síðastliðinn sunnudag og lausnargjald sett í 110.000 $ eða því sem nemur rúmum 14 milljónum króna.
Ljóst þykir að sigið sé á ógæfuhliðina hjá Boseman sem lék áður með Southern California háskólanum þar sem hann var með 11,9 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leik á árunum 1993-1997. Hann stoppaði síðan stutt við í NBA deildinni hjá Houston Rockets og nokkrum öðrum neðrideildarliðum í Bandaríkjunum.