spot_img
HomeFréttirFSu menn fá Litháa

FSu menn fá Litháa

Þó flestar fréttir af FSu undanfarna daga hafi verið á neikvæðum nótum þá eru líka jákvæðar fréttir úr þeirra herbúðum. Brynjar Karl Sigurðsson staðfesti í samtali við karfan.is að til þeirra er kominn nýr leikmaður, Aleksas Zimnickas.
 
Zimnickas þessi er með litháískt og kanadískt vegabréf og lék Benetton Fribourg í Sviss síðasta vetur en liðið tók þátt í EuroChallenge. Hann lék með Hartford skólanum í NCAA til ársins 2007 en þá hélt hann til Írlands áður en hann gekk til liðs við Fribourg. Kappinn er 26 ára gamall og 203 cm en Brynjar Karl sagði einmitt í samtali við karfan.is að farið hafi verið af stað í leit að kjöti inn í teiginn með ungu pungunum sem nú eru í FSu.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -