Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga sagði ágætt jafnvægi milli varnar og sóknar hafa lagt grunninn að sigri Njarðvíkinga í kvöld gegn ÍR. Hann kvaðst í samtali við Karfan TV ágætlega sáttur við upphaf Njarðvíkinga á leiktíðinni. Eins og gefur að skilja var leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson ekki jafn kátur enda ÍR-ingar enn án stiga eftir 82-69 ósigur í kvöld.