Klara Sólveig Björgvinsdóttir, Emma Katrín Helgadóttir, Brynja Líf Júlíusdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við Tindastól og verða með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild kvenna.
„Það er langtímaverkefni að halda úti stöðugu kvennaliði og því er afar mikilvægt að halda í og þróa áfram þennan sterka íslenska kjarna“ segir Dagur Þór, formaður, í tilkynningu með samningunum.
Martin þjálfari tekur í sama streng og segir þetta góðar fréttir fyrir Tindastól. „Þær stóðu sig allar mjög vel á síðasta tímabili og sýndu miklar framfarir. Við vissum að það yrði stór áskorun fyrir þær að spila í efstu deild og þeim tókst mjög vel að mæta þeirri áskorun. Það er mikilvægt fyrir liðið að þær haldi áfram með Tindastól því við viljum halda áfram að byggja liðið upp í kringum sterkan kjarna af heimastelpum.“

Myndir / Tindastóll FB