spot_img
HomeFréttirFramaBraut FB - Afreksíþróttaáfangar fyrir þá sem vilja ná lengra

FramaBraut FB – Afreksíþróttaáfangar fyrir þá sem vilja ná lengra

9:00

{mosimage}

Frá haustönn 2007 hefur verið skipulagt nám fyrir afreksíþróttafólk framtíðarinnar í handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þessir áfangar hafa hlotið nafnið FramaBraut.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir afreksíþróttafólk að tengja saman nám og íþróttir. Nemendurnir munu fá þrjár æfingar á viku í skólatíma undir stjórn frábærra þjálfara auk þess að fá nokkra fyrirlestra á önn er tengjast afreksíþróttaþjálfun.

Eftirtaldir þjálfarar sjá um þjálfun og kennslu á FramaBraut FB:
Handbolti – Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari meistaraflokks Vals og aðstoðarlandsliðsþjálfari í handbolta og Svava Ýr Baldvinsdóttir, handboltaþjálfari og íþróttakennari við FB.
Fótbolti – Jörundur Áki Sveinsson, aðstoðarþjálfari bikarmeistara FH og íþróttakennari við FB.
Körfubolti – Ágúst Björgvinsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik.

Eingöngu verður um einstaklingsþjálfun að ræða, en nemendurnir munu æfa áfram og keppa með sínum íþróttafélögum. Æfingarnar koma í stað allrar verklegrar kennslu í íþróttum í skólanum. Nemendur á FramaBraut geta stundað nám á öllum brautum skólans.

FramaBraut FB og Gáski sjúkraþjálfun hafa gert með sér samning sem felur í sér að allir nemendur FramaBrautar fara í forvarnarmælingar. Með mælingunum er verið að leita áhættuþátta meiðsla svo bregðast megi við í tíma og draga þar með úr meiðslahættu, auk þess sem líkamlegt ástand nemenda er kannað. Að loknum mælingum fær hver og einn nemandi skýrslu í hendurnar með tillögum til  úrbóta. Allir nemendur hitta sjúkraþjálfara frá Gáska a.m.k. einu sinni í mánuði til að tryggja hámarksárangur. Í samningnum felst einnig að nemendur Framabrautar komast samdægurs til sjúkraþjálfara gerist þess þörf.

FB bindur miklar vonir við þetta samstarf við Gáska sjúkraþjálfun.

Kröfur til afreksíþróttanemenda í FB:           
-Nemendur verða að vera efni í afreksfólk í íþróttum. Þeir þurfa að fá meðmæli frá íþróttafélagi.  
-Gerð er krafa um að nemendur hafi 95% skólasókn. Nemendur munu fá leyfi fyrir keppnisferðum.
-Nemendur þurfa að standast eðlilega námsframvindu – ljúka u.þ.b. 15 einingum á önn.
-Nemendur í FramaBraut FB mega ekki nota áfengi, tóbak eða önnur vímuefni.
-Allir sem fá inngöngu í afreksíþróttir í FB skrifa undir samning með þessum reglum.
-Afreksíþróttanemendur fá sérstakan umsjónar­kennara sem fylgist með framvindu náms hjá þeim og aðstoðar þar sem við á.
-Hver nemandi greiðir 40.000 krónur aukalega á önn fyrir að vera þátttakandi á FramaBraut.

Umsóknareyðublað, fyrir þá sem vilja fá inngöngu á FramaBraut  Fjölbrautaskólans í Breiðholti, er hægt að nálgast á vef skólans.Nemendur þurfa að prenta eyðublaðið, fylla það, fá undirskrift síns íþróttafélags og koma því svo á skrifstofu FB.

Fréttatilkynning frá FB

Fréttir
- Auglýsing -