spot_img
HomeFréttirFrábær sigurkarfa Árna tryggði magnaðan sigur á Bosníu - Sjáðu myndbandið

Frábær sigurkarfa Árna tryggði magnaðan sigur á Bosníu – Sjáðu myndbandið

Undir 18 ára lið Íslands lagði Bosníu í fyrsta leik úrslitakeppninnar um 9-16 sæti á Evrópumótinu í Matosinhos, 86-83.

Leikurinn var hnífjafn en Bosnía náði undirtökunum í upphafi fjórða leikhluta. Ótrúleg endurkoma Íslands varð síðan til þess að liðið vann frábæran sigur eftir sigurkörfu Hallgríms Árna Þrastarsonar þegar 2 sekúndur voru eftir. Sigurkörfuna má finna hér að neðan:

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Viktor Lúðvíksson með 19 stig, 5 fráköst og Hilmir Arnarsson bætti við 12 stigum og 4 fráköstum.

Ísland mætir því Búlgaríu á morgun í umspili um 9.-12 sæti. Sigurlið þessa leiks spilar hreinan úrslitaleik um 9. sætið, sem verður annaðhvort Ungverjaland eða Portúgal. Leikurinn á morgun er kl 17:00 að íslenskum tíma.

Myndasafn (Gunnar Jónatans)

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Myndir, viðtöl / Gunnar Jónatans

Fréttir
- Auglýsing -