spot_img
HomeFréttirFótboltalandsliðið mun styðja strákana í Helsinki

Fótboltalandsliðið mun styðja strákana í Helsinki

 

Íslenska fótboltlandsliðið mun leika við Finnland í undankeppni heimsmeistarakeppninnar laugardaginn 2. september í Tampere. Áður en að liðið heldur þangað mun liðið koma saman komandi mánudag í Helsinki og undirbúa sig fyrir leikinn. Þeir munu því allir verða á svæðinu þegar að körfuboltalandsliðið hefur leik á lokamóti EuroBasket komandi fimmtudag gegn Grikklandi.

 

Í viðtali við fotbolta.net sagði þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, að búið væri að setja þennan leik inn í dagskrá fótboltaliðsins og að þeir myndu:

 

"Eins og Svali segir, við ætlum að horfa á körfubolta, móðir allra íþrótta"

 

Ljóst er að ekki aðeins mun körfuboltalandsliðið njóta góðs af veru fótboltaliðsins þann daginn, heldur munu áhorfendur körfuknattleiksliðsins margir hverjir fara til Tampere með lestinni laugardaginn eftir til þess að styðja við bakið á þeim í fótboltaleiknum.

 

Frétt Fotbolta.net má lesa hér

 

Viðtalið má sjá hér:

 

Mynd / KSÍ

Fréttir
- Auglýsing -