Íslenska fótboltalandsliðið er mætt til þess að styðja við bakið á körfuboltastrákunum í Hartwell Arena í Helsinki, en þeir sjálfir eiga leik gegn heimamönnum í Finnlandi á laugardaginn. Það skal tekið fram að meðal þeirra er dýrasti leikmaður norðurlanda fyrr og síðar, en þegar að Everton keypti Gylfa Sigurðsson á dögunum hlotnaðist honum sá heiður.