Það verður mikið um að vera í Ljónagryfjunni í kvöld en þá mætast Njarðvík og Stjarnan í 7. umferð Iceland Express deildarinnar. Leikurin hefst 19:15. Ljónagryfjan opnar 17:30 og þar verður boðið upp á andlitsmálningu fyrir krakkana og óvæntur glaðningur í boði líka. Sjoppan verður líka á sínum stað en þar er hægt að kaupa sér pizzur, pylsur og fleira góðgæti.
Stuðningsmannaklúbburinn GRÆNU LJÓNIN er með hitting upp úr klukkan 18:00 en gestir fundarins eru þjálfarar meistaraflokks karla og verður rætt um leik kvöldsins og það sem framundan er hjá strákunum. Kaffi bæði fyrir leik, og í hálfleik fyrir meðlimi klúbbsins.
Um klukkan 19:00 munu svo körfuknattleiksdeildin og knattspyrnudeildin skrifa undir samstarfssamning við Errea og verður þetta í fyrsta sinn sem deildarnar sameinast um íþróttavörumerki og er það mikið fagnaðarefni.
Eftir leik verða ELDAR með tónleika fyrir stuðningsmenn en þetta er jólagjöf körfuknattleiksdeildarinnar til stuðningsmanna UMFN. Þeir Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson eru gríðarlega vinsælir um þessar mundir og fóru hamförum á herra- og konukvöldi UMFN á dögunum og strákarnir ætla að spila í u.þ,b. klukkustund fyrir stuðningsmenn.
Eins og sjá má á dagskránni er ekki spurning að Ljónagryfjan er vettvangur fyrir alla fjölskylduna frá 17:30 til rúmlega 21 á föstudagskvöldið.
www.umfn.is