spot_img
HomeFréttirForsetinn hetja Bucks gegn toppliði Raptors

Forsetinn hetja Bucks gegn toppliði Raptors

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og í nótt. Stórleikur næturinnar vafalaust toppslagur Austurstrandarinnar þar sem að heimamenn í Toronto Raptors töpuðu fyrir Milwaukee Bucks. Annar leikur liðanna í vetur, en þann fyrri unnu Bucks einnig, í leik þar sem ofurstjörnurnar Giannis Antetokounmpo og Kawhi Leonard hvíldu báðir.

Ekkert slíkt var hinsvegar uppi á teningnum í í nótt. Báðir skiluðu þeir fínum frammistöðum í nokkuð spennandi leik. Á endanum var það þriðja árs leikmaður Bucks, Malcolm Brogdon, sem sigraði leikinn fyrir sína menn með tveimur þristum í röð undir lokin.

Það helsta úr leiknum:

 

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar

New Orleans Pelicans 116 – 108 Detroit Pistons

Milwaukee Bucks 104 – 99 Toronto Raptors

Utah Jazz 97 – 110 San Antonio Spurs

Charlotte Hornets 119 – 107 New York Knicks

Fréttir
- Auglýsing -