21:03
{mosimage}
Darrell Flake staðfesti í samtali við karfan.is núna rétt í þessu að hann muni ekki leika meira með Tindastól á þessu tímabili og mun halda á miðvikudag til Bandaríkjanna þar sem hann ætlar að vinna í að fá hnéin á sér góð og sjá til hvað hann gerir næsta vetur.
Hann sagði að Tindastólsmenn hafi viljað fá leikmann sem gæti verið á fullu heilan leik en vegna meiðsla í hné á Flake erfitt með það og því hafi orðið að samkomulagi að hann færi.
Hann sagði að Tindastólsmenn væru komnir með nýjan leikmann og er karfan.is að vinna í að fá staðfest hjá Sauðkrækingum hver hinn nýi leikmaður er.
Tindastóll var fimmta félagið sem Flake lék með á Íslandi en hann kom til KR inga haustið 2002, lék svo seinna með Fjölni og Skallagrím en samdi við Breiðablik í haust en fór svo frá þeim þegar kreppti að á Íslandi og hélt þá á Sauðárkrók. Hann hefur leikið 100 leiki í úrvalsdeild og skorað að meðaltali 23,3 stig í leik.
Mynd: [email protected]