Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Derrick Rose og liðsmenn hans í Chicago Bulls unnu þá sinn fjórða deildarleik í röð er liðið kom til baka eftir að hafa lent 19 stigum undir gegn Atlanta og vann tveggja stiga spennusigur. Kobe Bryant og félagar í LA Lakers höfðu svo betur gegn Houston Rockets í Staples Center.
Chicago 76-74 Atlanta
Derrick Rose fór fyrir liði Bulls með 30 stig í leiknum og 7 stoðsendingar. Honum næstur var Luol Deng með 21 stig og 8 fráköst. Hjá Atlanta var Al Horford stigahæstur með 16 stig og 7 fráköst og Josh Smith gerði 15 stig og tók 14 fráköst. Luol Deng gerði sigurstig Bulls þegar 3,7 sekúndur voru til leiksloka en Hawks reyndu erfitt þriggja stiga skot í lokin til að stela sigrinum en boltinn komst ekki einu sinni á körfuhringinn og fjórði deildarsigur Bulls í röð því staðreynd.
LA Lakers 108-99 Houston
Kobe Bryant fór á kostum í leiknum með 37 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Næstur honum kom Andrew Bynum með tröllatvennu, 21 stig og 22 fráköst. Hjá Houston var Kyle Lowry að daðra við þrennuna með 22 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Argentínumaðurinn Luis Scola bætti svo við 20 stigum.
Önnur úrslit næturinnar:
Cleveland 115-101 Charlotte
Memphis 113-96 Sacramento
Oklahoma 93-103 Portland
Utah 85-73 Milwaukee
Staðan í deildinni
EASTERN CONFERENCE | ||||||||||
Eastern | W | L | PCT | GB | CONF | DIV | HOME | ROAD | L 10 | STREAK |
Chicago1 | 5 | 1 | 0.833 | 0.0 | 1-0 | 0-0 | 2-0 | 3-1 | 5-1 | W 4 |
Miami2 | 5 | 1 | 0.833 | 0.0 | 3-1 | 2-1 | 2-1 | 3-0 | 5-1 | L 1 |
Indiana3 | 4 | 1 | 0.800 | 0.5 | 4-1 | 2-1 | 2-0 | 2-1 | 4-1 | W 1 |
Boston4 | 3 | 3 | 0.500 | 2.0 | 3-2 | 0-1 | 2-0 | 1-3 | 3-3 | W 3 |
Atlanta5 | 4 | 2 | 0.667 | 1.0 | 4-1 | 2-0 | 2-0 | 2-2 | 4-2 | L 1 |
Orlando6 | 4 |
|