Deildarkeppnin í sænsku úrvalsdeildinni rúllar af stað þann 8. október næstkomandi og þar verða Íslendingar í eldlínunni. Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Elías Bæringsson, leikmenn Sundsvall Dragons, byrja á heimavelli þegar ecoÖrebro kemur í heimsókn.
Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings leika ekki í fyrstu umferðinni en þeir stíga á stokk í annarri umferðinni þegar þeir mæta einmitt Hlyn og Jakobi í Sundsvall Dragons þann 12. október. Helgi Magnússon lék með Solna Vikings á síðustu leiktíð en mál hans við félagið eru enn ekki komin á hreint svo beðið er með að slá því föstu að hann leiki með liðinu á komandi leiktíð.
Ljósmynd/ Jakob Örn verður með Hlyn sér við hlið í Sundsvall Dragons í vetur.