Fjölniskonur héldu út í Dalhúsum

Fjölnir lagði Snæfell í Dalhúsum í kvöld í 5. umferð Subway deildar kvenna, 83-92.

Eftir leikinn er Fjölnir með tvo sigra og þrjú töp það sem af er keppni á meðan að Snæfell hefur tapað öllum fimm leikjum sínum.

Atkvæðamest fyrir Fjölni í leiknum var Raquel Laneiro með 30 stig, 5 fráköst, 8 stoðsendingar og þá bætti Korrinne Campbell við 33 stigum og 13 fráköstum.

Fyrir Snæfell var Shawnta Shaw atkvæðamest með 25 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Henni næst var Jasmina Jones með 15 stig og 5 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst komandi þriðjudag 24. október, en þá heimsækja nýliðar Snæfells lið Keflavíkur og Fjölnir mætir Íslandsmeisturum Vals í Origo höllinni.

Tölfræði leiks