spot_img
HomeFréttirGrindavík kjöldró Blika í HS Orku höllinni

Grindavík kjöldró Blika í HS Orku höllinni

Grindavík lagði Breiðablik með 32 stigum í HS Orku Höllinni í kvöld í 5. umferð Subway deildar kvenna, 102-70.

Eftir leikinn er Grindavík með fjóra sigra og eitt tap á meðan að Breiðablik leitar enn að fyrsta sigrinum eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Best í liði Grindavíkur í kvöld var Eve Braslis með laglega þrennu, 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Henni næst var Charisse Fairley með 13 stig, 13 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Fyrir Blika var Brooklyn Pannell atkvæðamest með 31 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá bætti Ragnheiður Björk Einarsdóttir við 14 stigum og 8 fráköstum.

Bæði lið eiga leik næst komandi þriðjudag 24. október, en þá fær Breiðablik nýliða Þórs Akureyri í heimsókn og Grindavík mætir Haukum í Ólafssal.

Tölfræði leiks / Myndasafn (Ingibergur Þór)

Fréttir
- Auglýsing -