Þrír leikir voru á dagskránni í Poweradebikarkeppni kvenna í dag þar sem úrvalsdeildarliðin Fjölnir og Snæfell komust í 8-liða úrslit. Fjölnir rótburstaði Laugdæli og Snæfell kvittaði fyrir deildartapið gegn Val í síðustu umferð með því að slá Hlíðarendakonur út úr bikarkeppninni. Þá mættust ÍA og Höttur í 1. deild karla þar sem Skagamenn fóru með sigur af hólmi.
Fjölnir 106-27 Laugdælir
Fjölniskonur eru komnar í 8-liða úrslit keppninnar
Snæfell 81-75 Valur
Snæfellskonur eru komnar í 8-liða úrslit keppninnar
Þór Akureyri 27-115 Hamar
Hamarskonur eru komnar í 8-liða úrslit
Grindavík, Keflavík og Stjarnan sitja hjá í kvennabikarnum og fara beint í 8-liða úrslit.
Poweradebikar karla
Fjölnir 80-72 Njarðvík
Fjölnismenn eru komnir í 8-liað úrslit keppninnar. Calvin O´Neal daðraði við þrennuna hjá Fjölni með 27 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Njarðvík b var Páll Kristinsson með 24 stig, 15 fráköst og 3 stoðsendingar og önnur kempa, Brenton Birmingham, gerði 20 stig og tók 9 fráköst.
1. deild karla
ÍA 79-63 Höttur
Sigurður Rúnar Sigurðsson var stigahæstur Skagamanna með 21 stig og 7 fráköst en Michael Sloan var atkvæðamestur Hattarmanna með 23 stig og 5 fráköst.
Mynd/ Karl West: Frá viðureign Fjölniskvenna og Laugdæla í Poweradebikarkeppni kvenna í dag.