spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFjölnir lagði Ármann örugglega

Fjölnir lagði Ármann örugglega

Í kvöld mættu Ármenningar í Grafarvoginn og hittu fyrir taplausa Fjölnismenn eftir 5 umferðir. Ármann hafði fyrir leikinn unnið einn leik en tapað fjórum.


Gestirnir fóru ansi hægt af stað og og komu þeirra fyrstu stig ekki fyrr en eftir um 5 mínútur í stöðunni 10-2. Ármenningar gerðu mjög vel mjög vel í varnarfráköstum en hittni þeirra á móti var ekki uppá marga fiska. Fjölnismenn leiddu allan fyrri hálfleikinn og fóru liðin til búningsherbergja í hálfleik í stöðunni 50-25

Seinni hálfleikur var eins og hinn fyrri og náði leikurinn ekki að verða spennandi. Bæði lið áttu samt fína spretti og fallegar körfur sem glöddu augu áhorfenda. Fjölnir var að hreyfa boltann mjög vel í sóknarleik sínum en varnir Ármanns voru ekki góðar. Lokatölur 102-73

Atkvæðamestir í liði Fjölnis voru Lewis Diankulu með 19 stig og 17 fráköst. Viktor Máni var líka með 19 stig. Hjá Ármanni var DeVaughn Jenkins með 25 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -