spot_img
HomeFréttirFjögurra leikja sigurgöngu lokið

Fjögurra leikja sigurgöngu lokið

 Elvar Friðriksson og Martin Hermannsson áttu líkast til sinn slakasta leik með LIU liðinu í kvöld þegar þeir mættu liði Hofstra Pride.  LIU tapaði illa88:62 en leikið var í Barclay Center heimavelli Brooklyn Nets.  Skemmst frá því að segja skoruðu okkar menn sín hvor 4 stigin og skotnýting þeirra afleit.  Þó héldu þeir áfram að mata félaga sína og skiluðu þeir sín á milli 9 stoðsendingum (Martin 4 – Elvar 5) LIU hóf seinni hálfleik með 12-4 áhlaupi en 10 stig í röð frá gestunum kæfði þetta áhlaup þeirra og áttu þeir aldrei möguleika á sigri eftir það en mest náði Hofstra 29 stiga forystu í leiknum. 
 
Það var maðurinn í miðjunni hjá þeim LIU, Nura Zanna sem leiddi þá í skorun að þessu sinni með 14 stig.  Þar með lauk fjögurra leikja sigurgöngu LIU
 
Næsti leikur hjá LIU er gegn Bryant Bulldogs og þá hefst formlega NEC deildarleikirnir sem er deild bæði LIU og svo St Francis sem Gunnar Ólafsson leikur með.
Fréttir
- Auglýsing -