Undanúrslitin í Lengjubikar karla, ,,fjögur fræknu,“ fara fram í DHL-Höllinni í vesturbænum í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins hefst kl. 18:30 en þá mætast Þór Þorlákshöfn og Grindavík og í seinni leiknum sem hefst kl. 20:30 mætast Snæfell og Keflavík.
Miðaverð er kr. 1500,- og gildir miðinn á báða leiki kvöldsins. Þá eru það kapparnir á Sport TV sem verða með báða leikina í beinni netúsendingu.