spot_img
HomeFréttirFirmamót UMFN 31. ágúst

Firmamót UMFN 31. ágúst

Laugardaginn 31. ágúst mun fara fram firmamót í körfuknattleik í Ljónagryfjunni.  Mótið er í höndum meistaraflokks karla, sem er á leið til Danmerkur í septemberbyrjun í keppnisferð. 
 
Áætlað er að 10 lið taki þátt í mótinu og verður spilað í tveimur riðlum auk þess sem spilað verður um öll sæti, sem þýðir að öll lið fá fimm leiki.
 
Stefnt er á að riðlakeppnin verði spiluð frá 11:00 til 16:00, en hver leikur er 2 x 12 mínútur (gangandi klukka) og er spilað á hálfan völl, a la gamli 1. flokkurinn.  Fjórir leikmenn eru inná í einu en liðin mega hafa sex leikmenn.  Ekki er heimilt að nota leikmenn sem léku í Dominosdeildinni 2012-2013.?Leikir um sæti fara svo fram frá 16:30 til 18:00 og eftir mót verður verðlaunaafhending og pizzuveisla fyrir þátttakendur á þriðju hæðinni í Ljónagryfjunni.
 
Þátttökugjald á lið er 25.000 krónur og þarf að skrá lið fyrir 10. ágúst nk á netfangið [email protected] - athugið að fyrstir koma, fyrstir fá inn í mótið svo það er um að gera að skrá strax.?Við skráningu þarf að gefa upp nafn á liði / fyrirtæki og upplýsingar um tengilið við komandi liðs.
 
www.umfn.is
  
Fréttir
- Auglýsing -