spot_img
HomeFréttirFinnur: Komum vel pumpaðir til leiks en fórum yfirum

Finnur: Komum vel pumpaðir til leiks en fórum yfirum

Aðspurður eftir leik hvort það væri ekki erfitt að bera eitt stykki KR lið á bakinu heilan leik svaraði Finnur Atli Magnússon: ,,Það er ekkert hægt, við eigum ekkert að skora 59 stig í leik, þetta er algjörlega óásættanlegt og langt fyrir neðan okkar getu. En ef ég má vitna í fyrirliðann okkar þá erum við ekkert að fara að vinna neina titla í nóvember.“
Grindavík lék á als oddi í DHL-Höllinni þegar KR tók á móti þeim í Iceland Express deild karla í kvöld. Mikil spenna og eftirvænting ríkti eftir þessum toppslag sem stóð ekki undir væntingum nema kannski tvær fyrstu mínútur leiksins. Við ræddum við Finn Atla eftir leik sem var einn með lífsmarki hjá KR í kvöld. Af hverju þessi magalending hjá KR núna?
 
,,Við komum eitthvað svo vel pumpaðir upp til leiks en fórum bara yfirum. Við hittum illa en Grindavík var að klára sitt vel, það er erfitt að vera alltaf fyrir aftan og reyna að koma aftur til baka,“ sagði Finnur og bætti við að honum fyndist Grindavíkurliðið ekki hafa spilað frábærlega í kvöld.
 
,,Mér fannst Grindavík bara taka það sem við gáfum þeim og við gáfum þeim allt of mikið, bara allt, allt of mikið.“
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -