spot_img
HomeFréttirFinnur Freyr segir skilið við KR

Finnur Freyr segir skilið við KR

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR-inga síðustu fimm ár í Domino's deild karla hefur sagt starfi sínu lausu og "ákveðið að róa á ný mið" eins og segir í tilkynningu KR á Facebook nú í morgun.

 

Fimm ára samningi Finns við KR er lokið eftir síðustu leiktíð og á þessum fimm árum hefur Finnur "sem allt vinnur" landað fimm Íslandsmeistaratitlum fyrir félagið. Ekki dapur árangur það. Á þessu tímabili hefur liðið sigrað alls 91 deildarleik í 110 viðureignum og þar að auki 45 leiki í úrslitakeppni af 58 viðureignum. Alls 136 sigurleiki í 168 viðureignum eða 81% sigurhlutfall. Ótrúlegur árangur fyrir ungan þjálfara í frumraun sinni við þjálfum í efstu deild.

 

Ekki hefur enn fengist staðfest hvað Finnur muni taka sér fyrir hendur en í viðtali eftir síðasta leik liðsins í vor sagði hann að "nýtt lið" myndi mæta til leiks fyrir KR á næstu leiktíð. 

 

Finnur sagði í viðtali við Mbl.is að hann telji að nú vanti nýtt blóð í þjálfarastöðu KR og þörf sé á breytingum.  Einhverjar þreifingar hafi átt sér stað erlendis en ekkert ókveðið þó.

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -