spot_img
HomeFréttirFinnland sigraði Svíþjóð

Finnland sigraði Svíþjóð

 

 

Finnland sigraði Svíþjóð með 4 stigum, 74 gegn 70 á öðrum leikdegi æfingamóts undir 20 ára lansliða í Laugardalshöll. Svíþjóð því búið að tapa báðum leikjum sínum til þessa á meðan að Finnland hefur unnið báða sína. 

 

Fari svo að Ísland sigri Ísrael nú á eftir, verður því um hreinan úrslitaleik að ræða á milli Finnlands og Íslands á morgun kl. 20:00.

 

Finnland byrjaði leik dagsins betur, leiddu með 20 stigum gegn 17 eftir fyrsta leikhluta. Svíþjóð náði þó að rétta sinn hlut í öðrum leikhluta, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 36-40 þeim í vil.

 

Um miðjan þriðja leikhlutann vann Finnland þann mun svo niður. Fyrir lokaleikhlutann var staðan jöfn, 49-49. Í honum tóku þeir svo öll völd á vellinum og sigldu að lokum öruggum 4 stiga sigri í höfn 74-70.

 

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn leiksins

Staðan á mótinu

 

 

Umfjöllun / Davíð Eldur

Myndir / Bára Dröfn

 

 

Fréttir
- Auglýsing -