Fimmta umferðin í Domino´s deild kvenna fer fram í kvöld og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Viðureign Hamars og KR verður í beinni netútsendingu hjá Hamarsport.is og þá verður viðureign Keflavíkur og Vals í beinni á netinu hjá SportTV.is.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild kvenna, 19:15:
Hamar – KR
Grindavík – Snæfell
Breiðablik – Haukar
Keflavík – Valur
Fyrir leiki kvöldsins eru fimm lið efst og jöfn en þau eru Snæfell, Haukar, Keflavík, Grindavík og Valur. Eins og gefur að skila verður fækkað í hópi toppliðanna í kvöld.
Nú þegar fjórum umferðum er lokið er það Haukakonan Lele Hardy sem leiðir deildina í stigaskori með 26 stig að meðaltali í leik. Þórunn Bjarnadóttir leikmaður Hamars leiðir deildina í stoðsendingum með 6,75 stoðsendingar að jafnaði í leik. Hardy kemur svo aftur við sögu í fráköstunum en þar leiðir hún deildina með 18,75 fráköst að meðaltali í leik og fyrir vikið trónir hún á toppi framlagslistans með 35,75 framlagsstig að meðaltali í leik.
Staðan í Domino´s deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Stg í L/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Snæfell | 4 | 3 | 1 | 6 | 298/282 | 74.5/70.5 | 2/1 | 1/0 | 74.3/76.0 | 75.0/54.0 | 3/1 | 3/1 | -1 | -1 | +1 | 2/0 |
2. | Haukar | 4 | 3 | 1 | 6 | 274/249 | 68.5/62.3 | 2/0 | 1/1 | 71.5/62.5 | 65.5/62.0 | 3/1 | 3/1 | +3 | +2 | +1 | 1/1 |
3. | Keflavík | 4 | 3 | 1 | 6 | 346/249 | 86.5/62.3 | 2/0 | 1/1 | 95.5/53.5 | 77.5/71.0 | 3/1 | 3/1 | +2 | +2 | +1 | 0/1 |
4. | Grindavík | 4 | 3 | 1 | 6 | 303/255 | 75.8/63.8 | 1/1 | 2/0 | 76.0/75.5 | 75.5/52.0 | 3/1 | 3/1 | +1 | -1 | +2 | 0/0 |
5. | Valur | 4 | 3 | 1 | 6 | 294/268 | 73.5/67.0 | 2/0 | 1/1 | 69.0/55.5 | 78.0/78.5 | 3/1 | 3/1 | +1 | +2 | -1 | 1/1 |
6. | Breiðablik | 4 | 1 | 3 | 2 | 243/300 | 60.8/75.0 | 0/1 | 1/2 | 57.0/80.0 | 62.0/73.3 | 1/3 | 1/3 |