Úrslitaeinvígið í 1. deild karla hefst í kvöld en það einvígi þekkja Valsmenn af biturri reynslu en síðan árið 2004 hafa Valsmenn verið í undanúrslitum eða úrslitum 1. deildar og reyna nú í fimmta sinn í röð að hafa betur í úrslitaeinvíginu og koma sér að nýju í röð fremstu liða landsins. Þór Akureyri á heimavallarréttinn í rimmu liðanna svo liðin mætast í sínum fyrsta leik í úrslitunum á Akureyri í kvöld.
Úrslitaeinvígi Vals í 1. deild karla síðan árið 2007:
2007
Deildarmeistari: Þór Ak.
Úrslitaeinvígi:
Valur 1-2 Stjarnan { 80-77, 70-85, 84-100}
Upp í úrvalsdeild: Þór Ak. og Stjarnan
2008
Deildarmeistari: Breiðablik
Úrslitaeinvígi:
FSu 2-1 Valur {83-89 (75-75), 86-74, 67-63}
Upp í úrvalsdeild: Breiðablik og FSu
2009
Deildarmeistari: Hamar
Úrslitaeinvígi:
Valur 0-2 Fjölnir {78-88, 77-96}
Upp í úrvalsdeild: Hamar og Fjölnir
2010
Deildarmeistari: KFÍ
Úrslitaeinvígi:
Haukar 2-0 Valur {88-69, 82-73}
Upp í úrvalsdeild: KFÍ og Haukar
2011
Deildarmeistari: Þór Þ.
Undanúrslit:
Þór Akureyri 2-0 Breiðablik {81-72, 88-84}
Skallagrímur 0-2 Valur {91-96, 82-95}
Úrslitaeinvígi:
Þór Akureyri 0-0 Valur {…}
Þetta er því annað árið í röð sem Valur er ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu þó myndarlega för í deildarkeppninni norður til Akureyrar og lögðu heimamenn þar 84-130 fyrr á tímabilinu. Þór Akureyri lauk deildarkeppninni í 2. sæti með 30 stig, 15 sigrar og 5 tapleikir en Valsmenn höfnuðu í 3. sæti með 28 stig, 14 sigrar og 6 tapleikir. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki í úrslitum kemst í Iceland Express deildina með Þór Þorlákshöfn á næstu leiktíð.