Snæfell hefur orðið fyrir enn meiri skakkaföllum nú þegar komið hefur í ljós að bakvöðurinn Óli Ragnar Alexandersson verður lengur frá vegna meiðsla en upphaflega var talið. Óli fékk ekki rétta greiningu í fyrstu en staða hans mála kom betur í ljós eftir segulómskoðun.
Næstu sex vikur eða svo verður Óli á hækjum og í mánuð þar á eftir í gönguspelku. „Ég verð að keppast við að ná síðustu leikjunum í deildinni,“ sagði Óli í samtali við Karfan.is í dag.
Ekki er á vísan að róa í þessu hjá Óla en hvað sem því líður eru þetta slæm tíðindi fyrir Hólmara sem í senn eru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppni Domino´s-deildarinnar og þá þarf einnig að halda falldraugnum fjarri.