spot_img
HomeFréttirFebrúarfárið orðið að marsfári

Febrúarfárið orðið að marsfári

8:43

{mosimage}

Það er ekki bara leikið í bikarúrslitum yngri flokka í dag. Þegar fer að halla að kveldi hefst tuttugasta umferð Iceland Express deildar karla. Þrír leikir fara fram og hefjast þeir allir klukkan 19:15.

Á Akureyri mætast tvo neðstu lið deildarinnar, Þór og Skallagrímur. Þórsarar verða að vinna til að lifa í voninni um að bjarga sér en Skallagrímsmenn eru fallnir svo þeir hafa ekki að miklu að keppa. Það má einnig reikna með að lið þeirra verði vængbrotið í leiknum þar sem drengjaflokkur liðsins er að leika bikarúrslitaleik í Keflavík klukkan 16 og stór hluti meistarafloksliðsins eru leikmenn drengjaflokks, auk þess sem Igor Beljanski þjálfar bæði liðin.

Annar spennuleikur í neðri hlutanum er í Seljaskóla þegar ÍR tekur á móti FSu, bæði lið eru í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og þá getur FSu ennþá fallið ef allt fer á versta veg fyrir þá.

Að lokum halda Grindvíkingar í heimsókn til Stykkishólms. Snæfell er í baráttunni við Keflavík um að halda þriðja sætinu á meðan Grindavík þarf að halda sér á tánum til að nappa efsta sætinu af KR ef Vesturbæingar misstíga sig.

[email protected]

Mynd: gk sunnlenska

Fréttir
- Auglýsing -