Hvergerðingar hafa endurheimt Fanney Lind Guðmundsdóttur og mun þessi öflugi framherji taka slaginn með Hamri sem nú snýr aftur í Domino´s deild kvenna eftir sigur í 1. deild kvenna á síðasta tímabili.
Fanney lék með Fjölni á síðasta tímabili en Fjölniskonur máttu bíta í það súra epli að falla niður í 1. deild að loknu síðasta tímabili. Hvalreki á fjörur Hvergerðinga að fá Fanney Lind aftur í sínar raðir enda hefur leikmaðurinn margsannað gildi sitt í deild þeirra bestu.