spot_img
HomeFréttirFannar Ólafsson: lang skemmtilegast ef þeir eru aðeins stærri

Fannar Ólafsson: lang skemmtilegast ef þeir eru aðeins stærri

13:49
{mosimage}
(Fannar Ólafsson í baráttunni gegn Dönum)

Fannar Ólafsson fór á kostum á tímabili í leiknum gegn dönum og gaf stærri og meiri mönnum ekkert eftir.  Stærðin virtist hins vegar ekkert aftra honum. ,,Það er alltaf fjör, það er eginlega lang skemmtilegast ef þeir eru aðeins stærri.  Þá kemst maður upp með aðeins meira líka.”  


Íslenska liðið spilaði allt frekar aggressíva vörn og Fannar var engin undantekning á því. ,,Það var eginlega dagsskipun frá sigga að þeir yrðu að fá svolítið mikið kontakt, þeir eru frekar veikir ef þeir fá mikinn kontakt og við ætluðum að reyna að hjóla svolítið vel í þá án þess að vera að brjóta of mikið og ég held að það hafi tekist sæmilega.”

Fannar var ótrúlegt en satt hálfsvekktur í leikslok því hann vildi einfaldlega meina að þetta hefði átt að vera mun stærri sigur. ,,Maður á ekki að vera vonsvikinn eftir sigurleik en við hefðum viljað klára þetta stærra.  Það skiptir máli uppá framhaldið, ef þeir vinna okkur úti, þá skiptir stigamunur máli.  Það hefði verið gaman að vinna með 15, bara sannfærandi, því mér fannst við vera að spila miklu betur en þeir.”


Íslenskir áhorfendur lifðu sig vel inní baráttu Fannars við stóru strákana í Danska liðinu og Fannar naut góðs af því. ,,Frábær stuðningur, það er skemmtilegt og greinilegt að það hefur áhrif að hafa fótboltaleik á undan.  Það er bara vonandi að það verði full höll næst, það er leikur næsta miðvikudag á móti Svartfjallalandi sem er örugglega sterkasta liðið í riðlinum. Það væri gaman að sjá fulla höll, við nutum rosalega góðs af því að hafa fulla höll hérna í kvöld og menn voru að æpa og góla allan leikinn, við fundum virkilega mikið fyrir því.”

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -