Haukar lögðu Njarðvík í kvöld í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna í Subway deild kvenna. Eftir leikinn er staðan jöfn 2-2 og þarf því oddaleik til þess að skera úr um hvort liðið hampar Íslandsmeistaratitlinum.
Karfan spjallaði við Evu Margréti Kristjánsdóttur leikmann Hauka eftir leik í Ljónagryfjunni.