spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaEva Margrét með stórleik í Ástralíu

Eva Margrét með stórleik í Ástralíu

Besti leikmaður Subway deildar kvenna á nýliðnu tímabili, Eva Margrét Kristjánsdóttir, átti stórleik í liði Keilor Thunder þegar liðið beið lægri hlut gegn Ringwood Hawks í áströlsku B deildinni í nótt. Eva skoraði 16 stig og tók 10 fráköst fyrir Keilor í 65-79 tapi.

Eva Margrét var valin besti leikmaður Subway deildarinnar, en hún var lykilmaður í bikarmeistaraliði Hauka.

Fréttir
- Auglýsing -