spot_img
HomeFréttirEru Bucks að halda Antetakounpo frá EuroBasket?

Eru Bucks að halda Antetakounpo frá EuroBasket?

 

Rúmri klukkustund eftir að stjörnuleikmaður gríska landsliðsins, Giannis Antetokounpo, tilkynnti í gær að hann myndi ekki taka þátt í lokamóti EuroBasket sem hefst nú í lok mánaðar var gríska körfuknattleikssambandið búið láta í ljós sínar efasemdir. Antetokounpo er sagður hafa farið í próf hjá félaginu sem hafi síðan ekki leyft honum að spila, en þetta segir gríska sambandið "skipulagt og vel útfært".

 

Takis Tsagronis hjá gríska sambandinu segir enn frekar að niðurstöðurnar sem að þeir hafi fengið úr sínum prófum á hnéi Antetokounpo, hafi verið allt aðrar. Segir hann að þeir hafi verið einkar nákvæmir í sínum prófum, þar sem þeir hafi ekki viljað gefa félaginu neina, minnstu ástæðu til þess að halda leikmanninum frá mótinu.

Fréttir
- Auglýsing -