Erla Reynisdóttir vann þá nokkra bikartitlana á sínum ferli. Hún náði einnig að koma Grindavíkurliðinu í höllina á síðasta tímabili feril síns, en þá beið hún lægri hlut gegn Haukum og var það eina skiptið sem Erla tapaði í Höllinni. Það má því segja að Erla þekki fjalir Laugardalshallar nokkuð vel. Í samtali við Karfan.is sagðist Erla muna vel eftir sínum síðasta titli í höllinni.
"Já hvort ég man … við unnum mjög svo dramatískan sigur á KR 2004. Þetta var svona ekta bikarleikur fyrir Keflavík. Spiluðum illa og voru undir mest allan leikinn en tókst svo að vinna með 3 stigum."
En kitlar þig ekkert í puttana þegar þú sérð þitt gamla lið komið í úrslit ?
"Jú manni kítlar smá í puttana fyrir svona leiki, þetta eru langskemmtulegustu leikirnir, aðdragandinn að leiknum er svo skemmtilegur, spennan og allt sem fylgir því að stíga inn á parketið í Laugardalshöllinni er geggjuð. Er hægt að fá að spila bara bikarúrslitaleiki !!"
En spá Erlu fyrir laugardaginn er sem hér segir: