spot_img
HomeFréttirEric James Palm til liðs við Þór Akureyri

Eric James Palm til liðs við Þór Akureyri

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Eric James Palm sem er 24 ára gamall og 190 cm hár bakvörður er gengin til liðs við Þór og er komin með leikheimild. Eric James Palm lék með Þór Þorlákshöfn á síðasta tímabili og skoraði 23,5 stig að meðaltali í leik. www.thorsport.is greinir frá.
Umræddur leikmaður lék með Þór úr Þorlákshöfn á síðasta tímabili og átti stórann þátt í því að liðið sigraði 1. deildina. Eric lék 14 deildarleiki með liðinu auk tveggja bikarleikja og í þessum leikjum skoraði hann 23,5 stig að meðaltali og gaf 3,8 stoðsendingar. Von er á leikmanninum til landsins á morgun (fimmtudag) og mun hann verða í leikmannahópi Þórs á föstudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Hamri í 8. umferð 1. deildar karla. Þór freistar nú þess að snúa við afleitu gengi í deildinni en liðið hefur spilað sjö leiki í deildinni og tapað þeim öllum.
 
Vakin er athygli á því að leikur Þórs og Hamars fer fram að þessu sinni í íþróttahúsinu við Síðuskóla en ekki í íþróttahöllinni eins og venja er til.
 
www.thorsport.is
 
  
Fréttir
- Auglýsing -